Prenta

SKÓLASETNING 2014

Ritað .

 

Skólasetning Vesturbæjarskóla verður föstudaginn 22. ágúst 2014 sem hér segir:

7. bekkur kl. 9.00

6 .bekkur kl. 9.30

5. bekkur kl. 10.00

4. bekkur kl. 10.30

3. bekkur kl. 11.00

2. bekkur kl. 11.30

Skólasetningin hefst í sal skólans en síðan verður haldið með umsjónarkennara í kennslustofur, áætlaður tími er um ein klukkustund.

Kennsla í 2. – 7. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir ásamt forráðamönnum í viðtöl til kennara 22. og 25. ágúst. Tímasetningar viðtalanna berast foreldrum fljótlega.

Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Prenta

Skólasöngur Vesturbæjarskóla "Skólinn okkar"

Ritað .

Á þemadögum í vor fengu tveir hópar það hlutverk að taka upp skólasönginn okkar og gera myndband við hann. Þeim tókst mjög vel upp og má sjá þessa skemmtilegu útgáfu af söngnum

á þessari slóð:   http://www.youtube.com/watch?v=8jY4_7Ju55w

Lagið samdi Atli Heimir Sveinsson og textinn er eftir Árna Hallgrímsson, Þröstur Þorbjörnsson útsetti lagið og spilaði undir.

Prenta

Skólalok

Ritað .

Skólalok 2014

1.-6. bekkir

Síðasti kennsludagur 5. júní

Skólaslit 6. júní

Kl. 8:45-9:45             1. og 4. bekkir

Kl. 10:15 – 11:15      2. og 5. bekkir

Kl. 11:45-12:45         3. og 6. bekkir

Foreldrar mæta á sal en nemendur fara í stofur til umsjónarkennara.  Þegar nemendur og kennarar koma á sal verður boðið upp á skemmtiatriði.  Nemendur enda svo í sínum bekkjarstofum þar sem þeir fá afhentan vitnisburð.

7. bekkur

Síðasti kennsludagur 4. júní

Skólaslit 5. Júní

Skólaslitin hjá 7.bekk fara fram í íþróttasal frá kl. 15:00-16:30.  Foreldrar og forráðamenn mæta beint í íþróttasalinn en nemendur fara í sínar stofur til bekkjarkennara.

Nemendur og kennarar koma á sal og bjóða upp á skemmtiatriði.  Nemendur fá sinn vitnisburð og hlýjar kveðjur frá skólanum.  Öllum verður svo boðið að þiggja veitingar að athöfn lokinni.

Prenta

Vorhátíðin 2014

Ritað .

 

IMG 1718 Vorhátíð

Foreldrafélag skólans hélt sína árlegu vorhátíð laugardaginn 31. maí.

Hátíðin byrjaði með skrúðgöngu um hverfið og í skólanum skemmti Sirkus Íslands og fólk gæddi sér á veitingum frá 6. bekkingum. Listrænir 7. bekkingar sáu um andlitsmálun.

Takk fyrir samveruna!