Prenta

MIKLIHVELLUR 2015

Ritað .

P4240105  P4240114  P4240117

Allir nemendur Vesturbæjarskóla smíða hljóðfæri úr endurunnu efni og flytja tónverk. Flutningurinn fer fram um allan skólann. Nemendur Vesturbæjarskóla hafa fengist við hljóðfærasmíðar þar sem mestmegnis er unnið með endurunnið efni, þar sem hlutum sem ekki nýtast lengur er gefið nýtt hlutverk. Nemendur skapa verkið algjörlega frá upphafi til enda, frá hugmyndavinnu til smíðavinnu og frá listrænum undirbúningi til flutnings á tónverki.

Föstudaginn 24.4.2015

Klukkan: 13:20 til 13:40

Staðsetning:  Vesturbæjarskóli, Sólvallagata 67, 101 Reykjavík

Prenta

Opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar

Ritað .

Í fjórða skipti býður stjórn Barnamenningarhátíðar í Reykjavík öllum 4. bekkingum borgarinnar að taka þátt í opnunarhátíð í Eldborgarsal Hörpu, þann  21. apríl næstkomandi, kl. 11:00 og mun dagskráin standa yfir í eina klukkustund. Nemendur í 4. bekk í Vesturbæjarskóla munu að sjálfsögðu taka þátt.

Prenta

Blár föstudagur

Ritað .

Árlega er alþjóðlegur dagur einhverfu haldinn 2. apríl og er athygli á honum vakin með bláu ívafi. Markmið dagsins er aukinn skilningur og opin umræða. Blár apríl er verkefni á vegum Styrktarfélags barna með einhverfu. Félagið hvetur nemendur og starfsmenn grunnskóla til að mæta bláklæddir (í einhverri blárri flík) í skólann föstudaginn 10. apríl.

P4090079  P4100083

Prenta

Skóli byrjar aftur eftir páskafrí.

Ritað .

Skólinn byrjar aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 7.4.2015

samkvæmt stundarskrá.