Prenta

Kínverska

Ritað .

Krakkarnir í 1.bekk eru svo heppin að fá kennslu í kínverku einu sinni í viku. Börnin eru mjög áhugasöm og eru fljót að tileinka sér tungumálið í gegmnum söng og leiki.

Kennarar frá Konfúsíusarstofnuninni sjá um kennsluna. 

P3240077  P3240080

Prenta

Afríku þema

Ritað .

 Í skólanum ríkir mikil gleði þessa dagana. Foreldrar eru velkomin hvenær sem er á skólatíma til að sjá börnin vinna við þau margvíslegu verkefni sem eru í gangi. Undir flipanum myndasafn má sjá fleiri myndir í möppunni 2014 – 2015 þemadagar.

P3180073  P3180087  P3180078

 P3180081  P3180094  P3180098

Með kveðju starfsfólk Vesturbæjarskóla.

Prenta

Höldum hönd í hönd í kringum skólann.

Ritað .

Þann 21. mars er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti. Af því tilefni eru um alla Evrópu haldnir viðburðir tengdir fjölbreytileika undir yfirskriftinni Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti.

Í ár leitar Mannréttindaskrifstofan til grunnskóla um að vinna saman að táknrænu og skemmtilegu verkefni. Þemað í ár er Hönd í hönd og viljum við sjá alla grunnskólanemendur á landinu fara út úr skólabyggingunni og leiðast í kringum hana og þannig standa saman með margbreytileika í okkar samfélagi.

Tími: kl. 11:00 þriðjudaginn 17. mars 2015

P3170078    P3170087  P3170083

 Þetta tókst frábærlega vel - við náðum hringinn.

Prenta

Glæsilegar niðurstöður.

Ritað .

 Glæsilegar niðurstöður.

Vesturbæjarskóli kom mjög vel út úr ytra mati á skólastarfi sem fram fór í október 2014.

Matið var framkvæmt af starfsfólki í stýrihópi um ytra mat grunnskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

 

Markmið ytra mats eru að:

  • Gera góðan skóla betri með markvissri hvatningu í starfi.
  • Aðstoða skóla við að efla skólastarfið í ljósi innra og ytra mats og styrkja innviði skólans.
  • Veita skólayfirvöldum upplýsingar um gæði skólastarfs og hvernig skólar framfylgja stefnu borgarinnar í menntamálum.

 

Gagna var aflað með könnunum, viðtölum, vettvangsathugunum og rýnihópum, auk þess sem farið var yfir gögn um skólastarfið.  Í könnun var fyrir foreldra, starfsmenn og nemendur 6. og 7. bekk.

Niðurstöðurnar er að finna hér á heimasíðunni undir flipanum vinstra megin: Mat á skólastarfi

Ytra mat á skólastarfi Vesturbæjarskóla