Prenta

Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Ritað .

 

Takk fyrir dásamlega stund með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Hljómsveitin sendir öllum skólanum kærar kveðjur með þakklæti fyrir frábærar móttökur.

Þau áttu ekki orð yfir hvað nemendur voru til mikilla fyrirmynda og hvað kennarar hugsuðu vel um sína nemendur, sem gerði andrúmsloftið í salnum einstakt.

Synfo feb 2015 3  Synfo feb 2015 7 

Synfo feb 2015 11  Synfo feb 2015 10

Dagskrá tónleikanna:

M. Norman: James Bond
R. Newman: Ég er vinur þinn úr Leikfangasögu
Rimsky-Korsakov: Býflugan
P. Mayfield: Hit the Road Jack
Strauss: Unter Donner und Blitz
Lag frá Mexíkó: La Cucaracha
S. Kaldalóns: Á Sprengisandi 

Prenta

Öskudagur og vetrarfrí

Ritað .

 

Á öskudaginn verða nemendur í skólanum fyrir hádegi.  Þann dag ætlum við að gera ýmislegt öðruvísi en við erum vön. Skóladagurinn hefst kl. 8:45 og allar sérgreinar falla niður.

Allir sem vilja koma í búningum / furðufötum, jafnt börn sem fullorðnir.

Skóladegi  5. -7. bekkjar lýkur eftir hádegismat um kl. 11:35.

Frá kl. 12.25 til 13.45 verður gæsla í skólanum fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

Skólinn brúar bilið þar til Skýjaborgir eða Frostheimar taka við sínum börnum.

Vetrarfrí er í skólum Reykjavíkurborgar fimmtudaginn 19.2 og föstudaginn 20.2

P3050119

 

Prenta

100 daga hátíð 6 ára nemenda

Ritað .

 

Á föstudaginn 6.2. var haldin 100 daga hátíð 6 ára nemenda. Nemendur í 6 ára bekk hafa lokið 100 daga skólagöngu og héldu upp á það með skrúðgöngu um skólann, það var sungið og dansað. Börnin mættu í náttfötum með 100 stykki af einhverju góðgæti sem þau settu á sameiginlegt hlaðborð í tilefni dagsins. Mikil gleði ríkti allan daginn.

P2050005  P2050009  P2050008