Prenta

Skólasetning 2015

Ritað .

Skólasetning Vesturbæjarskóla verður mánudaginn 24. ágúst 2015 sem hér segir:

2. og 3. bekkur kl. 9.00

4. og 5. bekkur kl. 9.30

6. og 7. bekkur kl. 10.00

Skólasetningin hefst í sal skólans en síðan verður haldið með umsjónarkennara í kennslustofur.

Kennsla í 2. – 7. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. ágúst.

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir ásamt forráðamönnum í viðtöl til kennara 24. og 25. ágúst. Tímasetningar viðtalanna berast foreldrum fljótlega.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Prenta

Skóflustunga við Vesturbæjarskóla.

Ritað .

P8180004  P8180013

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og nemendur í Vesturbæjarskóla tóku í dag fyrstu skóflustungurnar að viðbyggingu við skólann sem tekin verður í notkun haustið 2017.

Með viðbyggingunni er verið að mæta þörf vegna aukins nemendafjölda og hefjast jarðvegsframkvæmdir síðar í þessum mánuði. Undirbúningur að framkvæmdum hefur staðið yfir síðustu vikur en færa þurfti til kennslustofur sem standa á lóð skólans. 

sjá frétt og myndir:

http://reykjavik.is/frettir/skoflustunga-vid-vesturbaejarskola

Prenta

Útskrift 7. bekkinga 2015

Ritað .

7. bekkingar voru kvaddir við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 9.júní. Nemendur þökkuðu fyrir sig með því að flytja annál síðustu sjö ára, fluttu tónlist undir stjórn Benedikts Hermanns Hermannssonar tónlistakennara og sýndu frumsamið myndband.

Hildur skólastjóri flutti ávarp og nemendur voru kvaddir af kennurum og starfsfólki með söng.  Að lokinni afhendingu vitnisburðar var boðið upp á veitingar fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra ásamt starfsfólki skólans.

Foreldrafélagið kvaddi með gjöfum, Hildi Hafstað skólastjóra og Unu Sigurðardóttur deildarstjóra sem láta af störfum 1. ágúst,  Huldu gangaverði fyrir sinn þátt í skólagöngu nemenda og að lokum Ernu og Sunnu umsjónarkennara 7. bekkjar.

P6090197  P6090198 

IMG 0113  IMG 0142

 

 

Prenta

5. og 6.bekkingar í ísferð

Ritað .

Yndilsegir krakkar í sjötta bekk fengu að fara með umsjónarkennurum sínum í ísbúðina Valdísi á síðasta kennsludegi.

  20150609 114115  20150609 114130