Prenta |

Veður gæti raskað skólastarfi á morgun.

Ritað .

Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudaginn 1. desember, bendir til þess að börn gætu átt erfitt með að komast til skóla og að röskun gæti orðið á starfi grunnskólanna. Foreldrar eru því beðnir að fylgjast vel með veðurspám og tilkynningum í fjölmiðlum. Nánari upplýsingar um tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna er að finna hér.  

                                                                                                                       mynd 

Prenta |

Lestrarkennsla í öðrum bekk.

Ritað .

image001  image003  image005  image007

Í lestri í öðrum bekk var bókin Jói og baunagrasið tekin fyrir. Nemendur áttu að gera mest 8 persónur eða hluti sem þau vildu hafa í sinni eigin endurfrásögn af sögunni, teikna þá og klippa út. Hver hópur fékk einn I-pad og með notkun Puppet pals bjuggu þau til sína eigin endurfrásögn um Jóa og baunagrasið.

Prenta |

Morgunkaffi hjá 6. bekk.

Ritað .

 Á föstudaginn 20.11 komu foreldrar nemenda í 6. bekk í morgunkaffi. Mætingin var frábær og góð stemning. Við fórum í Kahoot spurningakeppni og allir skemmtu sér vel.

foreldra  kaffi

Prenta |

Borgarbörn

Ritað .

Þriðju bekkirnir eru þessar vikurnar að taka þátt í verkefninu Borgarbörn, barna- og unglingaleikhús. Viðfangsefnið er uppsetning á leikriti. Nemendur fá handrit, þar sem hverjum og einum er úthlutað hlutverki. Textann þurfa þau að læra utanbókar. Mikil áhersla er lögð á samvinnu hópsins. Í lok hverrar viku er foreldrum boðið að koma og horfa á leikritið.

           barnaleikhús        barnaleikhus 2