Prenta

Vinir okkar á Indlandi

Ritað .

Aðbúnaður barna í skólanum okkar er góður og við höfum það ótrúlega gott hér á Íslandi. Börn á öðrum stöðum í heiminum búa við mjög misjafna aðstöðu og oft er það svo að íslensk börn gera sér oft ekki grein fyrir því hversu gott þau hafa það.

Í vor barst skólanum fyrirspurn hvort 3. bekkur vildi verða vina-bekkur 3. bekkjar í Ekalavya School, Hyderabad á Indlandi. Var ákveðið að gera þetta. Verkefnið snýst um að skiptast á myndum úr skólastarfinu t.d. hvernig börnin koma í skólann, hvernig skólastofan lítur út og hvernig skólalóðin er. Vonin er að með þessum samskiptum kynnist nemendur aðstæðum nemendanna á Indlandi.

Við hvetjum foreldra til að líta á vegginn við lyftuna, þar sem myndirnar frá vinum okkar á Indlandi verða hengdar upp. Fara heim og ræða um það sem þau sjá.

veggurinn2      Img 0114

Prenta

Skólabyrjun hjá 6 ára krökkunum

Ritað .

1 b skolabyrjun 026  1 b skolabyrjun 038 1 b skolabyrjun 045

 1 b skolabyrjun 059         1 b skolabyrjun 037    1 b skolabyrjun 014

Börnin í 1. bekk eru 57 . Þau eru strax byrjuð í byrjendalæsi, útikennslu og sérgreinum. Veturinn byrjar vel.

Prenta

Happy

Ritað .

Nú er skólinn byrjaður og við vonum að allir séu jafn ánægðir glaðir og 7. bekkingar voru í vor þegar nemendur tóku þetta myndband upp.

Prenta

SKÓLASETNING 2014

Ritað .

 

Skólasetning Vesturbæjarskóla verður föstudaginn 22. ágúst 2014 sem hér segir:

7. bekkur kl. 9.00

6 .bekkur kl. 9.30

5. bekkur kl. 10.00

4. bekkur kl. 10.30

3. bekkur kl. 11.00

2. bekkur kl. 11.30

Skólasetningin hefst í sal skólans en síðan verður haldið með umsjónarkennara í kennslustofur, áætlaður tími er um ein klukkustund.

Kennsla í 2. – 7. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir ásamt forráðamönnum í viðtöl til kennara 22. og 25. ágúst. Tímasetningar viðtalanna berast foreldrum fljótlega.

Hlökkum til að sjá ykkur.