Prenta

Útskrift 7. bekkinga 2015

Ritað .

7. bekkingar voru kvaddir við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 9.júní. Nemendur þökkuðu fyrir sig með því að flytja annál síðustu sjö ára, fluttu tónlist undir stjórn Benedikts Hermanns Hermannssonar tónlistakennara og sýndu frumsamið myndband.

Hildur skólastjóri flutti ávarp og nemendur voru kvaddir af kennurum og starfsfólki með söng.  Að lokinni afhendingu vitnisburðar var boðið upp á veitingar fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra ásamt starfsfólki skólans.

Foreldrafélagið kvaddi með gjöfum, Hildi Hafstað skólastjóra og Unu Sigurðardóttur deildarstjóra sem láta af störfum 1. ágúst,  Huldu gangaverði fyrir sinn þátt í skólagöngu nemenda og að lokum Ernu og Sunnu umsjónarkennara 7. bekkjar.

P6090197  P6090198 

IMG 0113  IMG 0142

 

 

Prenta

5. og 6.bekkingar í ísferð

Ritað .

Yndilsegir krakkar í sjötta bekk fengu að fara með umsjónarkennurum sínum í ísbúðina Valdísi á síðasta kennsludegi.

  20150609 114115  20150609 114130

Prenta

Smásögukeppni í ensku.

Ritað .

 Verðlaunaafhending fór fram í Gerðubergi í dag, 8. júní. Í hópi vinningshafa eru þrír nemendur frá Vesturbæjarskóla, Ísabella og Thelma úr 7. bekk fyrir söguna "A little boy" og Matthías úr 6. bekk fyrir söguna "The door to heaven".

Til hamingju með þennan frábæra árangur.
Smasogukeppni IMG 0801 

 

Prenta

Íþróttadagur 2015

Ritað .

Í dag mánudaginn 8.júní verður íþróttadagur í Vesturbæjarskóla frá kl. 10.30 - 13.45

Við verðum mikið úti.